Vortónleikar Tónmenntaskólans

Vortónleikar skólans verða haldnir laugardaginn 18. maí, kl.14 í Iðnó. Á þeim verður einnig útskrift árgangs 2018-2019 og munu útskriftarnemar ásamt öðrum nemendum á ýmsum stigum skólans koma fram. Þetta verða aðeins um klukkustundar langir tónleikar og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að sjá ykkur.