Tónmenntaskólinn og Maxímús

Laugardaginn 15. febrúar kl.11:30 munu 19 hljóðfæraleikarar úr Tónmenntaskólanum vera með Maxímús Músíkús í Sögustund Maxa í Hörpu / Kaldalóni. Allir eru velkomnir að hlusta en skráning er nauðsynleg og afhending miða fer fram í gegnum miðasölu Hörpu í síma 528 5050.

Hér er hlekkur á viðburðinn í Hörpu: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/sogustund-med-maxa/
og á þessum link https://www.sinfonia.is/fraedslustarf/maximus-musikus er hægt að hlusta á lagið hans Maxa og sækja textann af laginu.
Hlökkum til að sjá ykkur😃