Aðalfundur foreldrafélags TMS

Miðvikudaginn 9. október kl.17 verður aðalfundur foreldrafélags Tónmenntaskóla Reykjavíkur haldinn á sal skólans.

Foreldrafélagið er mikilvægur hluti af starfi skólans sem og nauðsynleg tenging milli skólans og heimila. Það er vettangur fyrir foreldra til að hittast, koma sínum skoðunum á framfæri og auðga skólastarfið á ýmsan máta fyrir nemendur.

Við vonum að sem flestir foreldrar bregðist vel við, sýni stuðning sinn við skólann og fjölmenni á fundinn.