Í tilefni af miklum lægðagangi þessa dagana, viljum við benda á að þegar óveður geisar í borginni heldur Tónmenntaskólinn sig við sömu reglur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur sett sér; að skólahald falli ekki niður, en foreldrum sé í sjálfsvald sett hvort þeir sendi börn sín í skólann eða ekki.
Þemavika
Þemavika hefst í skólanum á mánudaginn, 23. janúar. Á þemaviku verða 30 námskeið í boði og því ljóst að hún verður skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og við hlökkum mikið til. Nemendur eru skráðir í mismörg námskeið út vikuna. Skólinn mun