Í tilefni af miklum lægðagangi þessa dagana, viljum við benda á að þegar óveður geisar í borginni heldur Tónmenntaskólinn sig við sömu reglur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur sett sér; að skólahald falli ekki niður, en foreldrum sé í sjálfsvald sett hvort þeir sendi börn sín í skólann eða ekki.

Máfurinn – ókeypis námskeið
Máfurinn tónlistarsmiðja er vikulangt námskeið fyrir börn 8-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Þemað í smiðjunni í ár er sögur og tenging þeirra við tónlist. Við vinnum skapandi tónsmíðar, förum í spunaleiki og spilum bæði saman og