Skólalok

Tónfræðikennslu 1. – 3. bekkjar og forskóla 1 og 2 er nú lokið í vetur.

4. – 7. bekkur er í prófum út þessa viku. Hljóðfærakennslu lýkur föstudaginn 22. maí og í vikunni 25. – 28. maí eru aðeins hljóðfærapróf, engin kennsla.

Skólaslit verða 3. júní en þau verða í raun bara að nafninu til vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.

Kennsla hefst á Lindargötu

Það er okkur öllum mikið gleðiefni að kennsla hefst aftur á Lindargötunni í dag, mánudaginn 4. maí, samkvæmt stundarskrá. Við munum samt sem áður halda í 2 metra regluna milli fullorðna og þvo okkur vel um hendurnar um leið og við komum í hús.

Foreldrar og aðrir fullorðnir eru beðnir um að koma ekki inn í skólahúsið nema brýna nauðsyn beri til.

Sumardagurinn fyrsti

Á morgun fimmtudaginn 23. apríl, sumardaginn fyrsta, er frí í Tónmenntaskólanum. Gleðilegt sumar😊🌸

Skólinn hefst aftur í dag

Kennsla í Tónmenntaskólanum hefst aftur í dag, þriðjudaginn 14. apríl. Við erum enn í fjarkennslu en það er í stöðugri endurskoðun og vonandi sjáumst við sem fyrst niðri í skóla 🙂

Öll kennsla fjarkennsla

Frá og með þriðjudeginum 24. mars og fram að páskafríi verður öll kennsla við Tónmenntaskólann í formi fjarkennslu.
Kennarar verða í sambandi á næstu dögum við sína nemendur um framhaldið.
Þó skólinn sé lokaður allri umferð þá er skrifstofan auðvitað mönnuð og hægt að hafa samband annaðhvort í gegnum tölvupóst tms@tonmenntaskoli.is eða í síma 562 8477 milli kl.13-16 alla virka daga.
Í sameiningu gerum við það besta úr erfiðri stöðu og því biðjum við ykkur um að aðstoða og hjálpa börnunum við að vera dugleg að hlusta á efni heima, skila verkefnum, halda þeim að náminu og láta tónlistina hljóma sem mest heima.

Tónfræðiprófum frestað

Tónfræðiprófum sem vera áttu dagana 23. mars til 3. apríl hefur verið frestað þangað til eftir páska. Nánari upplýsingar og dagsetningar koma síðar.

Starfsdagur mánudaginn 16. mars

Mánudaginn 16. mars verður starfsdagur í Tónmenntaskólanum. Því fellur öll kennsla niður þann dag.
Kennarar þurfa tíma til að skipuleggja skólastarf komandi vikna í ljósi þeirra aðgerða sem eru að bresta á. Eins bíður skólinn tilmæla um áframhaldandi skólastarf frá fræðsluyfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem verið er að vinna að.

Vetrarfrí

Vetrarfrí er í Tónmenntaskólanum 28. febrúar – 3. mars að báðum dögum meðtöldum.

ÖSKUDAGUR

Athugið að kennt er í Tónmenntaskólanum á Öskudag en auðvitað hvetjum við alla til að mæta í búningum 😃