Fulltrúar Tónmenntaskólans á Nótunni 2019

Síðastliðinn laugardag voru Nótu tónleikar Tónmenntaskólans haldnir. Þar léku 10 nemendur skólans og stóðu þau sig öll með mikilli prýði. Dómnefnd, skipuð Rúnari Óskarssyni fyrrverandi skólastjóra og Þórunni Guðmundsdóttur formanni skólanefndar, valdi eftirfarandi atriði til að koma fram á Svæðatónleikum Nótunnar 2019 sem verða haldnir í Salnum Kópavogi sunnudaginn 24. Mars:

Elsa María Indriðadóttir, píanó, fulltrúi grunnáms

Katrín Jónsdóttir, fiðla, fulltrúi miðnáms

og

Aaron Carl Joseph Faderan, fiðla

Davíð Dimitry Indriðason, píanó, fulltrúar í samspils flokki

Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum um leið öllum sem tóku þátt.

Vetrarfrí

Vetrarfrí er í Tónmenntaskólanum 25. -27. febrúar, að báðum dögum meðtöldum.

GLEÐILEGT ÁR!

Hlökkum til að sjá ykkur öll á nýja árinu en skólinn hefst aftur mánudaginn 7.janúar.

Ný Rytmadeild – Miðstöðin

Í Tónmenntaskóla Reykjavíkur eru laus örfá pláss í Miðstöðina.

Miðstöðin er sameiginleg rytmadeild Tónmenntaskóla Reykjavíkur,  Nýja tónlistarskólans og Tónlistarskólans í Grafarvogi.

Deildinni er ætlað að koma til móts við áhugasvið þeirra nemenda sem vilja stunda tónlistarnám af kappi en hafa meiri áhuga á námi í popptónlist en hefðbundnu klassísku tónlistarnámi.
Kennt er eftir rytmískri aðalnámskrá tónlistarskólanna og er mikil áhersla lögð á samspil í deildinni. Allir nemendur Miðstöðvarinnar fá bæði einkatíma og samspilstíma, en nemendur eru einnig hvattir til að mæta sem gestir í einkatíma félaga sinna í þeim samspilsverkefnum sem þeir eru í.
Á undanförnum árum hefur Miðstöðin staðið fyrir fjölda útitónleika á götum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga í samstarfi við sveitarfélögin. Nemendur hennar hafa tekið þátt í ýmsum keppnum svo sem Músíktilraunum og Nótunni og nefna má að hljómsveitir á vegum deildarinnar hafa unnið Jólalagakeppni Rásar 2 þrívegis.

Hljómsveitir deildarinnar hafa einnig leikið á útitónleikum erlendis í samstarfi við bæði Kaupmannahafnarborg og Berlínarborg. Verkefni tengd deildinni hafa auk þess tvívegis hlotið Erasmus+ styrki á vegum Evrópusambandsins til samstarfs við nemendur í öðrum löndum.

Um 20 nemendur eru nú í hljómsveitarstarfi á vegum deildarinnar í fjórum hljómsveitum.

Nefna má að ein hljómsveitin sem starfar innan Miðstöðvarinnar og er skipuð 15-16 ára ungmennum leikur nú á vikulegum klukkustundar tónleikum flesta fimmtudaga á Hressingarskálanum oft fyrir fullu húsi.
Hægt er að sjá verkefni á vegum deildarinnar á youtube undir „miðstöðin“.

Áhugasamir vinsamlegast sækið um (merkið við rytmadeild) í gegnum Rafræna Reykjavík fyrir 9.janúar 2019. Umsækjendur verða að vera fæddir 2007 eða fyrr. Umsækjendur sem hafa tónlistarnám að baki, á hvaða hljóðfæri sem er, ganga fyrir.

Jólaleyfi

Vinsamlega athugið að engin hóptímakennsla er í “jólavikunni” okkar 10.-14.des. Hljóðfæratímar verða ýmist í skólanum eða sem jólasamspil úti í bæ.

Jólaleyfi verður í Tónmenntaskólanum 15.desember – 6.janúar.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
Sjáumst hress í janúar.
Kær kveðja,
Skólastjóri

Jólatónleikar

Við minnum á jólatónleika Tónmenntaskóla Reykjavíkur sem verða haldnir laugardaginn 8. desember kl.14 í Bústaðakirkju. Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur.

 

 

Skólapeysur

Nýstofnað foreldrafélag skólans hefur ákveðið að bjóða upp á hettupeysur merktar skólanum okkar.
Allur hagnaður af þeirri sölu rennur beint í foreldrafélagið okkar.
Peysurnar hanga upp í skólanum til mátunar og pöntunar.
Pantanir og greiðslur verða að klárast fyrir 22. nóvember.
Peysurnar eru gráar með bláu merki skólans að framan og nafni skólans á bakinu.
Verð :
Rennd peysa 5.000-kr.
Heil peysa 4.500- kr.
Greiðsluupplýsingar:
Reikn. 0513-26-14522
kt.510478-0299
Vinsamlegast skráið nafn barns í skýringar greiðslu
Kær kveðja
Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur

HAUSTFRÍ

Minnum á að HAUSTFRÍ er dagana 18. – 22. október, að báðum dögum meðtöldum.