Ennþá nokkur laus pláss

Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 2017 – 2018 stendur nú yfir og lýkur 1. september.

Innritaðir eru nemendur á aldrinum 8 – 10 ára, sem fara í hljóðfæranám, án undangengins forskólanáms.

Hægt er að komast að á eftirfarandi hljóðfæri:

  • Strengjahljóðfæri: fiðla, selló, gítar.
  • Píanó
  • Blásturshljóðfæri: þverflauta, saxófónn, klarinett
  • Forskóli I (6 ára), örfá pláss laus
  • Forskóli II (7 ára), biðlisti

Skrifstofa skólans á Lindargötu 51 er opin frá kl. 13 – 16 virka daga, sími 562-8477.

Sótt er um með því að innrita nemandann í RAFRÆNA REYKJAVÍK, www.rafraen.reykjavik.is.  Þar þarf Tónmenntaskólinn að vera fyrsta val.

Nýr skólastjóri

Rúnar Óskarsson klarinettleikari hefur verið ráðinn skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Rúnar er með einleikara- og blásarakennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám við Sweelinck Conservatorium Amsterdam í Hollandi. Hann lauk MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2016.

Rúnar hóf störf við Tónmenntaskólann þann 1. ágúst.

20170616_135206

Desember 2015

Nú er tónleikahaldi lokið fyrir jól í Tónmenntaskólanum.

Allri Tónfræðakennslu (hópkennslu) er lokið fyrir jólaleyfi en hljóðfærakennslan heldur áfram til föstudagsins 18. desember.

Jólaleyfi hefst mánudaginn 21. desember.

Fyrsti kennsludagur eftir áramót er mánudagur 4. janúar 2016.

Skólastjóri

Skólaárið 2015-2016

Nýja skólaárið 2015-2016 er nú farið vel af stað. Hljóðfærakennslan hófst mánudaginn 31. ágúst og tónfræðakennslan mun hefjast 14. september.

Enn er hægt að innrita örfáa 8-10 ára nemendur á eftirfarandi hljóðfæri: píanó, selló , fiðlu, klarinett og saxófón. Forskóladeildir skólans eru nánast fullskipaðar. Samt er enn hægt að innrita einn 6 ára nemanda í Forskóla I og tvo 7 ára nemendur í Forskóla II. Ef ætlunin er að innrita nemanda þarf fyrst að skrá hann inn á Rafræna Reykjavík og hafa Tónmenntaskólann sem fyrsta val.

Fljótlega verður sent út fyrra fréttabréf skólaársins. Þar koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra nemenda. Þar kemur einnig fram skóladagatalið 2015-2016 sem er að sjálfsögðu einnig inn á heimasíðunni.

Helstu viðburðir á haustönninni eru aðventutónleikar í nóvember og jólatónleikar í Bústaðakirkju í desember.

Að síðustu má minna á að haustfrí er í skólanum eins og í flestum grunnskólum borgarinnar. Það er dagana 23., 26. og 27. október. Svo er bara að vona að veikindi herji sem minnst á nemendur og kennara og að allir fái sem mest út úr haustönninni.

Bestu kveðjur

Skólastjóri