Tónmenntaskólinn og Maxímús

Laugardaginn 15. febrúar kl.11:30 munu 19 hljóðfæraleikarar úr Tónmenntaskólanum vera með Maxímús Músíkús í Sögustund Maxa í Hörpu / Kaldalóni. Allir eru velkomnir að hlusta en skráning er nauðsynleg og afhending miða fer fram í gegnum miðasölu Hörpu í síma 528 5050.

Hér er hlekkur á viðburðinn í Hörpu: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/sogustund-med-maxa/
og á þessum link https://www.sinfonia.is/fraedslustarf/maximus-musikus er hægt að hlusta á lagið hans Maxa og sækja textann af laginu.
Hlökkum til að sjá ykkur😃

Gleðilegt ár!

Við óskum ykkur gleðilegs árs og hlökkum til að hitta ykkur en kennsla hefst mánudaginn 6. janúar.

Jólafrí

Síðasti kennsludagur fyrir jól er föstudagurinn 13. desember. Kennsla hefst aftur mánudaginn 6. janúar. Gleðileg jól !

Kennsla fellur niður

Allt skólahald í Tónmenntaskólanum fellur niður þriðjudaginn 10. desember vegna veðurs.

Jólatónleikar

Jólatónleikar skólans verða haldnir í Bústaðakirkju laugardaginn 7. desember kl.14. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Hljómsveitartónleikar

Laugardaginn 23. nóvember 2019 verða tónleikar sameiginlegra hljómsveita Tónmenntaskólans og Tónskóla Sigursveins haldnir í Seltjarnarneskirkju. Fyrri tónleikarnir verða kl.12:30 – Hljómsveit 2 og Hljómsveit 3, en þeir seinni kl.14 – Hljómsveit 1 og Strengjasveit Tónskólans. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Tónleikar

Hér á sal (stofa 1) verða fernir tónleikar laugardaginn 
9.nóvember kl.10:30, 11:30, 14 og 15
og
16. nóvember kl.10:30, 11:30, 13, 14, 15 og 16
Allir velkomnir að koma og hlusta meðan húsrúm leyfir.

Haustrí

Minnum á að Haustfrí verður verður í Tónmenntaskólanum dagana 24. – 28. október að báðum dögum meðtöldum.