logo

Skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur

Staða skólastjóra Tónmenntaskóla Reykjavíkur er laus til umsóknar. Tónmenntaskóli Reykjavíkur er næstelsti tónlistarskóli í Reykjavík, stofnaður árið 1953 af dr. Heinz Edelstein. Skólastjóri veitir skólanum faglega forystu og ber ábyrgð á daglegum rekstri hans og fjárreiðum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands/Félags íslenskra hljómlistarmanna. Umsækjandi þarf helst að geta hafið störf[…]

tonmenntaskoli_logo

Innritun fyrir skólaárið 2018 – 2019

Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 2018 – 2019 hefst mánudaginn 12. mars kl. 9 Innritaðir eru 6-7 ára nemendur í forskóla, 5-8 ára nemendur í fiðluforskóla og 8-10 ára nemendur í hljóðfæranám (án undangengins forskóla). Í boði er Forskóli I, Forskóli II, Fiðluforskóli og kennsla á eftirfarandi hljóðfæri: Strengjahljóðfæri: fiðla, selló, gítar Píanó Blásturshljóðfæri: þverflauta,[…]

logo

Er óveður?

Í tilefni af miklum lægðagangi þessa dagana, viljum við benda á að þegar óveður geisar í borginni heldur Tónmenntaskólinn sig við sömu reglur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur sett sér; að skólahald falli ekki niður, en foreldrum sé í sjálfsvald sett hvort þeir sendi börn sín í skólann eða ekki.

006

Kennsla í desember

Föstudagurinn 8. desember er síðasti dagur hópkennslu. Föstudagurinn 15. desember er síðasti dagur hljóðfærakennslu. Jólafrí hefst mánudaginn 18. desember og fyrsti kennsludagur á nýju ári er 4. janúar.  

010

Ennþá nokkur laus pláss

Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 2017 – 2018 stendur nú yfir og lýkur 1. september. Innritaðir eru nemendur á aldrinum 8 – 10 ára, sem fara í hljóðfæranám, án undangengins forskólanáms. Hægt er að komast að á eftirfarandi hljóðfæri: Strengjahljóðfæri: fiðla, selló, gítar. Píanó Blásturshljóðfæri: þverflauta, saxófónn, klarinett Forskóli I (6 ára), örfá pláss laus[…]