Stundaskrár

Kæru foreldrar / forráðamenn,
Vinsamlegast sendið okkur stundaskrár barna ykkar um leið og þær berast frá grunnskólunum á tms@tonmenntaskoli.is með nafni barns í titli.

Stundaskrárnar sjálfar þurfa líka að vera vel merktar með nafni barns. Athugið að ef taka á tillit til annarra tómstunda þurfa upplýsingum um þær að vera vel merktar inn á skrána. Skólinn getur ekki breytt sinni stundaskrá vegna tíma sem kunna að koma inn síðar eða eftir 1. september.

Hljóðfærakennarar munu verða í sambandi við heimilin um helgina þar sem hljóðfærakennsla og kennsla í fiðlu og píanóforskóla hefst mán. 26.ágúst.

Foreldrar nemenda í Forskóla I og Forskóla II (ekki fiðlu/píanó) athugið að tímar hefjast ekki fyrr en 9.september svo haft verður samband örlítið seinna við þá.

Hlökkum til að sjá ykkur .

SUMARLEYFI

Skrifstofan er lokuð vegna endurbóta og sumarleyfis frá 3. júní til 12. ágúst. Hægt er að senda okkur tölvupóst á netfangið tms@tonmenntaskoli.is og við svörum eins fljótt og auðið er. Hljóðfærakennsla hefst aftur 26. ágúst. Gleðilegt sumar!

Aðkoma að skólanum!

Vegna framkvæmda við Frakkarstíg er aðkoma að skólanum mjög svo takmörkuð. Hægt er að komast að skólanum með því að keyra Lindargötuna.
Við biðjumst velvirðingar á því að hafa ekki látið ykkur vita fyrr en skólinn var ekki látin vita að þessar framkvæmdir / lokanir myndu hefjast í dag, 8.apríl.

Skráning hefst 22.mars

Opnað verður fyrir Rafræna Reykjavík vegna skólaársins 2019-2020  á morgun, föstudaginn 22. mars kl. 9.

Sækja verður um fyrir nemendur sem voru í skólanum í vetur eigi þeir að halda áfram námi og hafa þarf Tónmenntaskóla Reykjavíkur í 1. vali.  Þeir fá hins vegar forgang við skráningu til 5.apríl.

Við biðjum ykkur um að bregðast hratt við, til að tryggja börnum ykkar áframhaldandi skólavist og sækja um fyrir föstudaginn 5. apríl. 

Allar nánari upplýsingar undir flipanum hér vinstra megin:  “Sækja um nám”.

Fulltrúar Tónmenntaskólans á Nótunni 2019

Síðastliðinn laugardag voru Nótu tónleikar Tónmenntaskólans haldnir. Þar léku 10 nemendur skólans og stóðu þau sig öll með mikilli prýði. Dómnefnd, skipuð Rúnari Óskarssyni fyrrverandi skólastjóra og Þórunni Guðmundsdóttur formanni skólanefndar, valdi eftirfarandi atriði til að koma fram á Svæðatónleikum Nótunnar 2019 sem verða haldnir í Salnum Kópavogi sunnudaginn 24. Mars:

Elsa María Indriðadóttir, píanó, fulltrúi grunnáms

Katrín Jónsdóttir, fiðla, fulltrúi miðnáms

og

Aaron Carl Joseph Faderan, fiðla

Davíð Dimitry Indriðason, píanó, fulltrúar í samspils flokki

Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum um leið öllum sem tóku þátt.