img_4450

Fiðluhópur á ferð og flugi

Fiðluhópur frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur fór og heimsótti Grund, dagvistun á Vesturgötunni og Landakoti. Þar spiluðu þau nokkur lög fyrir áheyrendur. Mikil lukka var með uppátækið hjá ungum sem öldnum og vonandi verður hér framhald á.  

tonmenntaskoli_logo

Innritun fyrir skólaárið 2018 – 2019

Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 2018 – 2019 hefst mánudaginn 12. mars kl. 9 Innritaðir eru 6-7 ára nemendur í forskóla, 5-8 ára nemendur í fiðluforskóla og 8-10 ára nemendur í hljóðfæranám (án undangengins forskóla). Í boði er Forskóli I, Forskóli II, Fiðluforskóli og kennsla á eftirfarandi hljóðfæri: Strengjahljóðfæri: fiðla, selló, gítar Píanó Blásturshljóðfæri: þverflauta,[…]

logo

Er óveður?

Í tilefni af miklum lægðagangi þessa dagana, viljum við benda á að þegar óveður geisar í borginni heldur Tónmenntaskólinn sig við sömu reglur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur sett sér; að skólahald falli ekki niður, en foreldrum sé í sjálfsvald sett hvort þeir sendi börn sín í skólann eða ekki.

006

Kennsla í desember

Föstudagurinn 8. desember er síðasti dagur hópkennslu. Föstudagurinn 15. desember er síðasti dagur hljóðfærakennslu. Jólafrí hefst mánudaginn 18. desember og fyrsti kennsludagur á nýju ári er 4. janúar.