jolasveinn

Jólaleyfi

Vinsamlega athugið að engin hóptímakennsla er í “jólavikunni” okkar 10.-14.des. Hljóðfæratímar verða ýmist í skólanum eða sem jólasamspil úti í bæ. Jólaleyfi verður í Tónmenntaskólanum 15.desember – 6.janúar. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Sjáumst hress í janúar. Kær kveðja, Skólastjóri

peysa

Skólapeysur

Nýstofnað foreldrafélag skólans hefur ákveðið að bjóða upp á hettupeysur merktar skólanum okkar. Allur hagnaður af þeirri sölu rennur beint í foreldrafélagið okkar. Peysurnar hanga upp í skólanum til mátunar og pöntunar. Pantanir og greiðslur verða að klárast fyrir 22. nóvember. Peysurnar eru gráar með bláu merki skólans að framan og nafni skólans á bakinu. Verð[…]

stundatafla_mynd

Stundaskrár

Ágætu foreldrar /forráðamenn, Stundaskrár nemenda eru nú sjáanlegar inni á School Archive, https://www.schoolarchive.net – Vinsamlegast notið “Guardian sign in”. Allir hóptímar hefjast í næstu viku, frá og með mánudegi 10.september.

passamynd

Nýr skólastjóri

Anna Rún Atladóttir er nýr skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hún er ekki skólanum ókunn enda búin að kenna þar í nær 20 ár sem fiðlukennari og meðleikari. Hún tekur við starfinu af Rúnari Óskarssyni og eru honum þökkuð störf sín.

img_4450

Fiðluhópur á ferð og flugi

Fiðluhópur frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur fór og heimsótti Grund, dagvistun á Vesturgötunni og Landakoti. Þar spiluðu þau nokkur lög fyrir áheyrendur. Mikil lukka var með uppátækið hjá ungum sem öldnum og vonandi verður hér framhald á.