Mánudaginn 16. mars verður starfsdagur í Tónmenntaskólanum. Því fellur öll kennsla niður þann dag.
Kennarar þurfa tíma til að skipuleggja skólastarf komandi vikna í ljósi þeirra aðgerða sem eru að bresta á. Eins bíður skólinn tilmæla um áframhaldandi skólastarf frá fræðsluyfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem verið er að vinna að.
Þemavika
Þemavika hefst í skólanum á mánudaginn, 23. janúar. Á þemaviku verða 30 námskeið í boði og því ljóst að hún verður skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og við hlökkum mikið til. Nemendur eru skráðir í mismörg námskeið út vikuna. Skólinn mun